Beint að efninu

Varmalands laufabrauð

1

40gSmjörlíki
300mlMjólk

Setjið mjólkina í pott og smjörið útí.  Hitið þar til smjörið er bráðið

2

1mskSykur
1tskSalt
500gHveiti

Á meðan mjólkin er að hitna eru þurrefnin mæld og sett í hrærivélarskál.

Þegar smjörið er bráðið blöndunni bætt í þurrefnin og hrært.
Deigið þarf að hnoða vel þangað til það er orðið létt og sprungulaust. Þá er deigið formað í lengju og skorið í hæfilega bita sem eru flattir út í örþunnar kökur.
Steikist í snarpheitri feiti. Munið að pikka kökurnar áður en þær eru steiktar.