Beint að efninu

Vanillekipferl - Þýskar jólasmákökur

1

210gSmjör
70gSykur
100gMöndlumjöl
250gHveiti
1tskSalt

Setjið öll hráefnin saman í skál og hnoðið með höndum þar til deigið er orðið mjúkt og sprungulaust.  Það getur verið gott að bleyta hendurnar í köldu vatni.

Vefjið deigkökuna inn í plastfilmu og setjið inn í ískáp í a.m.k. 30 mínútur.

Skiptið deiginu í tvennt og geymið helming þess áfram í kæli á meðan hinn helmingurinn er unnin.

Rúllið deiginu út í rúllu, u.þ.b. 3 cm í þvermál og skerið í u.þ.b 25 jafna hluta.  Rúllið bitana áfram út og búið til "hálfmána" úr þeim (kipferl) og setjið á bökunarplötu með 2 cm millibili.  Gerið það sama við hinn helming deigsins.

Bakist í 11-12 mínútur við 180˚C hita þar til endar hálfmánanna eru byrjaðir að verða gullnir á litinn.

2

2mskVanillusykur
2mskFlórsykur

Látið bakaðar kökurnar kólna í 2-3 mínútur á bökunarpappírnum á meðan sykrunum er blandað saman í skál.

Húðið kökurnar varlega með sykurblöndunni og leyfið þeim síðan að kólna áfram.

Geymið kökurnar síðan í loftþéttu boxi.