Beint að efninu

Súrsætt svín

Svínakjötið

1

700grSvínakjöt
1tskHvítlaukssalt
1mskVatn
1stkEgg
4mskMaíssterkja
3mskHveiti

Svínakjöt skorið niður í bita, má nota svínagúllas.

Blandið efnum saman í skál og hrærið vel saman, látið standa í 15 mínútur.

Að þeim tíma loknum er kjötið húðað með helmingnum af maíssterkjunni, látið standa í 5 mínútur og síðan húðað með hinum helmingnum.  Þannig fæst vel húðað kjöt tilbúið til djúpsteikingar.

Djúpsteiking

1

Steikið kjötið upp úr 150˚C - 170˚C heitri olíu í u.þ.b. 3 mínútur, gott að gera í t.d. þremur slöttum.
Takið kjötið uppúr og þerrið
Hitið olíuna í 190˚C og steikið aftur í 1 mínútu. 
Þannig verður kjötið brakandi stökkt.

Sósan

1

1 1/2mskVatn
3mskTómatsósa
2.5mskHrísgrjónaedik
3mskPúðursykur
1/6tskSalt
1tskMaíssterkja

Blandið öllu saman í skál og hrærið vel saman

2

3mskVatn
1tskMaíssterkja

Blandið saman sterkju og vatni og hrærið vel saman

Hellið út í sósuna þegar hún er byrjuð að hitna á pönnunni, við það þykknar hún.

Grænmetið

1

1/2stkGræn paprika
1/2stkRauð paprika
1/2BolliAnanas
1/2stkLaukur

Steikið í olíu á snarpheitri pönnu í eina mínútu

Takið svo til hliðar þar til sósan er orðin heit og þykk.

Sett saman á pönnu

1

Setjið smá olíu á pönnuna og hellið svo allri sósunni útá og látið hana hitna dáldið.
Setjið svo sterkjublönduna útí og hitið þar til sósan fer að þykkna.

Bætið grænmeti og svínakjöti útí ásamt niðurskornum ananas og hjúpið vel.

  • Berið fram með hrísgrjónum.
  • Hægt að stilla af "súrsætuna" með því að stilla hlutfall sykurs og hrísgrjónaediks.