Beint að efninu

Súkkulaðikrem 2

1

4stkEggjarauður
1dlRjómi
1dlSykur

Setjið rauður,rjóma og sykur í pott.  Hitið við vægan hita þar til kremið fer að þykkna.  Hrærið stöðugt í.

Kremið má ekki sjóða. 

2

150gSmjör
100gSuðusúkkulaði

Takið pottinn af hitanum og bætið súkkulaðinu útí og látið það bráðna.  Það flýtir fyrir ef súkkulaðið er saxað.

Setjið smjörið útí smátt og smátt í litlum bitum.  Hrærið vel á milli.