Beint að efninu

Súkkulaðibrauð

1

200grSmjörlíki
2 1/2dlSykur
1stkEgg

Smjörlíki og sykur sett saman í hrærivélarskál og hrært rækilega saman áður en egginu er bætt útí og hrært enn um stund, þar til blandan er létt og ljós.

2

1 1/2dlKókosmjöl
6tskKakó
2tskLyftiduft
4dlHveiti
2tskVanilludropar

Öllum þurrefnum bætt útí, ásamt dropum og hrært saman.
Tekið úr skálinni á hveitiþakið borð og hnoðað saman í lengjur.
Lengjurnar eru settar á bökunarplötu og flattar út með fingrunum, þannig að þær verði u.þ.b. 5 cm breiðar og u.þ.b. 1 cm þykkar.
Strokið yfir með mjólk og perlusykri stráð yfir.  Má líka dreifa hökkuðum möndlum yfir, ef vill.

bakað við 175˚C í 10 - 15 mínútur.

Mjög gott að baka og eiga þegar gestir koma í kaffi.