Steikt hrísgrjón með kjúkling
Sósa | ||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 |
|
Setjið allt saman í hæfilega stóra skál og hrærið saman | ||||||||||||||||||||
Aðferð | ||||||||||||||||||||||
1 |
|
Skerið beinlaust kjúklingakjöt niður í þunnar sneiðar þvert á vöðvann, hvort sem er bringa eða úrbeinað læri. Setjið u.þ.b. 2 msk af sósunni útá og blandið vel saman. Látið marinerast á meðan allt hitt er skorið niður og unnið Má standa í kæli yfir nótt | ||||||||||||||||||||
2 |
|
Hitið smá olíu á pönnu. Hrærið eggin saman og hellið á pönnuna og hrærið áfram þar til næstum fullelduð. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Notast í lið 7 | ||||||||||||||||||||
3 |
|
Hækkið hitann á pönnunni aðeins, bætið við olíu ef þarf. Skerið beikon í litla bita og steikið á pönnunni. Þegar fitan er farin að bráðna, bætið smátt skornum lauk og hvítlauk útá. Eldið þar til beikonið er orðið ljósgullið, u.þ.b. ein og hálf mínúta
| ||||||||||||||||||||
4 |
|
Hér má gjarnan nota frosnar baunir og það má skipta þeim út fyrir hvaða niðurskorna grænmeti sem mann langar í. Sett útá pönnuna og látið malla áfram | ||||||||||||||||||||
5 |
Setjið nú kjúklinginn útá og steikið þar til hann hefur skipt litum, þetta eru þunnar sneiðar og þurfa ekki mjög langan tíma. | |||||||||||||||||||||
6 |
|
Hrísgrjónin eiga að vera soðin daginn áður og geymd í kæli yfir nóttina. Við þessa geymslu þorna hrísgrjónin og klessast síður saman en nýsoðin grjón. Grjónin eru sett útá pönnuna ásamt afgangnum af sósunni og hrært vel saman við | ||||||||||||||||||||
7 |
|
Setjið hrærðu eggin úr lið 2 útá ásamt niðurskornum vorlauk |
- Það er þægilegast að tína öll hráefni saman og gera klár fyrir pönnuna áður en hafist er handa.
- Ágætt að láta kjúklinginn marinerast aðeins á meðan.
- Þessi réttur getur staðið einn og sér með t.d. brauði en hann getur líka verið meðlæti.