Beint að efninu

Spínatlasagne með fetaosti

1

500gSpínat

Takið spínatið úr frysti og setjið í pott ásamt u.þ.b. botnfylli af vatni. Látið vatnið sjóða þar til spínatið er þiðið og setjið það síðan í sigti þar til það er notað sem er þegar rétturinn verður settur saman í lið 3.

2

25gSmjör
2stkLaukur
3stkHvítlauksgeirar
3dsHakkaðir tómatar
1tskOregano
1tskSalt og pipar

Saxið laukinn og hvítlaukinn og steikið í smjörinu í potti.

Bætið tómötum og kryddi útí og látið sjóða við lágan hita, án loks, í u.þ.b. 15 mínútur og smakkið til með salti og pipar.
 

3

200gFeta ostur
100gRifinn ostur
10stkLasagne plötur

Setjið í ofnfast mót: Tómatsósa - Lasagne plötur - feta- ostur og spínat, í lögum, endið á tómatsósu.  Verða líklega þrjú lög

Stráið rifnum osti yfir og bakið í ofni í u.þ.b. 35 mínútur við 200˚C

Leyfið að standa í u.þ.b. 10 mínútur eftir að mótið er tekið út úr ofninum.

  • Ágætt að nota frosið spínat sem fæst í öllum betri matvöruverslunum.
  • Það er sniðugt að skipta einni tómat dós út fyrir dós af krydduðum tómötum, t.d. með hvítlauk eða basil.
  • Margir skipta tómatsósunni í þrjá jafna hluta fyrirfram til að magnið passi.