Rabbabarasulta
1 |
|
Rabbabarinn skal þveginn og skorinn í hæfilega litla bita. Settur í stóran pott. Það þarf ekki að bæta vökva útí, það er nægur vökvi í rabbabaranum. | ||||
2 |
|
Já, það á að vera svona mikið af sykri. Helga segir það! Sykrinum er blandað saman við rabbabarann í pottinum og potturinn settur á hellu sem stillt er á vægan hita. Látið krauma þar til sultan er hæfilega þykk og hæfilega brún á litinn. Það tekur marga klukkutíma. Hrærið öðru hverju í pottinum, sérstaklega á meðan sykurinn er að leysast upp. |
Þessi sulta er frábær á hjónabandssæluna!