Beint að efninu

Mangó Chutney kjúklingur

1

4stkKjúklingabringur
1krkMango Chutney

Mangó Chutneyið gerir gæfumuninn.
Geeta’s Mango Chutney er prýðisgott og fæst víða. Ein lítil krukka er hæfilegt magn.
Skerið kjúklingabringurnar í bita og setjið saman við Mangó Chutneyið í skál. Það er ágætt að leyfa þessu að standa í smá stund, jafnvel 2 – 3 klukkustundir.

2

1krkFeta ostur
1stkSæt kartafla

Annað hvort ein stór eða nokkrar litlar sætar kartöflur, skornar í smáa bita sem fylla rúmlega botninn á meðalstóru eldföstu formi.
Það er gott að hella smávegis af olíunni ofan af feta ostinum í botninn á forminu og velta kartöflunum upp úr því. Bæði smyr og kryddar.

3

1pkSpínat

U.þ.b. 1 poka af spínati dreift yfir kartöflurnar, magn fer eftir smekk en spínatið rýrnar mjög í ofninum.
Kjúklingurinn er settur ofan á spínatið og dreift jafnt yfir allt formið.
Veiðið feta ostinn upp úr krukkunni og dreifið yfir. Reynið að skilja eins mikið eftir af olíunni og hægt er.

4

1/2pkRitz kex

Myljið Ritz kex yfir, til þess þarf u.þ.b. hálfan pakka.

Dreifið afgangnum af olíunni úr feta krukkunni yfir kexið.

Bakað í ofni í 40 – 50 mínútur við 200°C

  • það er ágætt að hafa álpappír yfir til að byrja með en taka hann af þegar 10 –15 mínútur eru eftir til að brúna Ritzkexið pínulítið.
  • Borið fram með litaglöðu salati og/eða hrísgrjónum, allt eftir smekk.