Beint að efninu

Makkarónur með osti

1

1stkPúrrulaukur
1dassTimjan
3stkHvítlauksrif
100gBrokkolí

Hæfilegt magn af smjöri brætt á pönnu eða í potti

Púrrulaukur skorinn í tvennt og skolað af honum undir köldu vatni.  Síðan þverskorinn í ekki of fína bita.

Dálitið af timjani sett í pottinn

Hvítlauksgeira skornir í sneiðr og settir á pönnuna

Stilkarnir af brokkolíinu skornir niður í bita og settir útí, blómin skorin af og geymd þar til síðast.

Mýkið á pönnunni í u.þ.b. 15 mínútur

2

2mskHveiti
1LMjólk
150gCheddar
30gParmesan

Setjið hveitið útí fyrst og hrærið saman við grænmetið.

Setjið svo mjólkina útí og látið sjóða um stund og þykkna dálítið á meðan osturinn er rifinn og síðan settur útí. 

Látið malla í smá stund og síðan malað saman með töfrasprota þar til blandan er silkimjúk

3

500gMakkarónur
100gSpínat
100gBrokkolí

Makkarónurnar soðnar í 5 mínútur, þær sjóða áfram í ofninum.

Spínatinu bætt útí, það skreppur mjög saman.

Hellið öllu í eldfast mót og dreyfið höfðunum af brokkólíinu yfir.

Rífið smá parmesan yfir og dreyfið möndluflögum yfir það.

Bakið í ofni við 180˚C í u.þ.b. 30 mínútur