Beint að efninu

Kryddkökur

1

250gSmjörlíki
250gSykur

Hrært saman þar til blandan er létt og ljós.

2

1tskVanilludropar
2stkEgg

Bætt útí og hrært vel samanvið.

3

1tskSalt
1tskKanill
1tskNegull
1tskMúskat
1tskKardemommur
550gHveiti
100gPerlusykur

Öllum þurrefnum er sáldrað samanvið.
Deigið skal hnoðað og rúllað upp í jafnar, hæfilega sverar lengjur sem ágætt er að geyma í kæli yfir nótt því þá er þægilegra að skera deigið í hæfilega þykkar sneiðar.

Sneiðarnar eru penslaðar með bræddu smjöri, dýft í perlusykur og raðað á plötur.  Geta setið þétt.

Bakað við 220 ◦ C í u.þ.b. 6 mínútur.  Kökurnar eiga að vera ljósar.