Beint að efninu

Kjúklingur og kartöflur á pönnu

1

650gKjúklingabringur
1/4BolliSoyasósa
1mskÓlífuolía
1mskSterk sósa
1dassPipar

Skerið kjúklingabringurnar í strimla

Blandið öllu þessu saman í skál og látið standa á meðan kartöflurnar eru soðnar.

Notið "Sterka sósu" sem ykkur líkar við, þ.e.a.s. einhverja chili sósu eða svoleiðis.

Kryddið með pipar að smekk.

2

650gKartöflur

Skerið kartöflurnar í fernt og sjóðið í u.þ.b. 8 mínútur.  Þetta er ekki full suða en flýtir fyrir þegar kartöflurnar verða steiktar á pönnu.

3

1mskÓlífuolía
30gSmjör

Notið stóra pönnu.

Bræðið smjörið og ólífuolíuna saman á pönnunni og steikið soðnu kartöflurnar þar til þær eru orðnar brúnaðar og stökkar. 

Takið af pönnunni og setjið til hliðar.

4

1mskÓlífuolía
5stkHvítlauksrif
1dassChili flögur
1tskTimjan
1tskRósmarín
1tskOregano
1dassSalt og pipar
30gSmjör

Setjið allt á pönnuna og hitið í eitt augnablik eða þar til eldhúsið fyllist af kryddilmi.  Það má gjarnan nota ferskar kryddjurtir ef þær eru við hendina.

Veiðið kjúklinginn upp úr marineringarvökvanum og leggið á pönnuna og steikið.  Þegar kjúklingurinn er steiktur má hella afgangnum af marineringarvökvanum yfir, ef vill, og sjóða um stund.

Bætið kartöflunum á pönnuna og hitið um stund þar til allt er orðið heitt í gegn.

  • Þetta má bera fram með ferskum kryddjurtum og það er ágætt að strá parmesan osti yfir kartöflurnar.