Beint að efninu

Hnetusteik

1

2mskÓlífuolía
2stkLaukur
2mskTimjan
2mskKarrí
1/2tskChili duft
1dsTómat púrra

Laukurinn saxaður smátt og steiktur á rúmgóðri pönnu.

Bætið kryddinu útí og steikið áfram þar til eldhúsið ilmar, það tekur aðeins 1 - 2 mínútur.

Bætið svo tómatpúrrunni útí og blandið vel saman.

2

200gSellerírót
200gSæt kartafla

Ræturnar skulu allar rifnar niður og síðan settar útá pönnuna og allt látið krauma í u.þ.b. 20 mínútur.

Leyft að kólna á meðan haldið er áfram eftir uppskriftinni.

3

300gHrísgrjón
200gKartöflur

Hvaða hrísgrjón sem er koma til greina, brún eða hvít eða rauð eða annað.  Hrísgrjón eru valin skv. smekk og soðin samkvæmt leiðbeiningum.

Kartöflur skulu soðnar og skrældar.

4

200gHeslihnetur
200gCashew hnetur

Hneturnar eru ristaðar á pönnu um stund og síðan malaðar.

Rasp

5

100gCashew hnetur
100gSesamfræ

Hnetur ristaðar á pönnu og síðan malaðar sama í rasp.

Samsetning

Öllu hrært saman í hrærivél, gott að nota hnoðarann.

Síðan hnoðað saman í hleyf eða hleyfa eftir stærðarsmekk og velt upp úr raspinu.

Bakað í ofni við 200˚C í u.þ.b. 40 mínútur.