Hjónabandssæla
1 |
|
Best er að leyfa smjörlíkinu að ná stofuhita áður en byrjað er. Mælt saman í hrærivélarskál og hrært vandlega saman. | ||||||||||||
2 |
|
Þurrefnum bætt útí og hrært rólega saman. Deigið má gjarnan vera laust í sér, það þjappast í forminu. Takið tvo þriðju af deiginu og setjið í botninn á hæfilega stóru bökunarformi og þjappið mátulega mikið. Smyrjið rausnarlegu lagi af rabbabarasultu á deigið og myljið síðan síðasta þriðjunginn af deiginu yfir þannig að yfirborðið verði eins og hraunað. Bakið við 180˚C í 25-30 mínútur. |