Bauna og sveppa bollur
1 |
|
Saxið laukinn smátt og steikið á pönnu. Skerið sveppina í sneiðar og bætið á pönnuna ásamt fínsöxuðum eða pressuðum hvítlauk. | ||||||||||||||||||||
2 |
|
Setjið baunirnar og kryddið saman við og látið sjóða saman í a.m.k. 10 mínútur. Stappið svo öllu saman með kartöflustappara. Það er í lagi að skilja eftir smá bita en ekki skilja eftir heilar baunir. Saltið og piprið að smekk. Búið til bollur úr deiginu, má pressar þær niður í borgara ef vill. Síðan er bollunum raðað á plötu og þær bakaðar í ofni við 180˚C í a.m.k. klukkustund eða þar til bollurnar eru orðnar gullnar og stinnar. |
- Gott að bera fram með hrísgrjónum
- Mjög gott að hafa pestó með.