Afrískur pottréttur
1 |
|
Olía hituð í potti, laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og settur í pottinn við miðlungshita. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur er tómatpúrru og kryddi bætt útí og hrært vel saman. | ||||||||||||||||||||||||
2 |
|
Allt grænmeti skorið niður í hæfilega bita og bætt útí kryddblönduna og blandað vel samanvið þannig að kryddblandan þeki allt grænmetið. | ||||||||||||||||||||||||
3 |
|
Grænmetisteningur leystur upp í vatni og bætt útí pottinn ásamt tómötum, kókosmjólk, baunum. Döðlur saxaðar og bætt útí. Leyfið að malla saman í u.þ.b. 30 mínútur. Saltið að smekk.
|
- Borið fram með soðnum hrísgrjónum og salati