Beint að efninu

Súrsætur kjúklingur

1

4stkKjúklingabringur
1/2BolliMaíssterkja
2stkEgg
1/4BolliHveiti

Skerið kjúklinginn í litla bita u.þ.b. eina tommu á kant.

Hitið olíu á pönnu eða í potti í nógu miklu magni til að hægt sé að djúpsteikja kjúklingabitana í henni.  Þarf þó ekki vera þannig að þeir sökkvi alveg en að það sé hægt að velta þeim um í olíunni.

 

Setjið maíssterkjuna í plastpoka.

Bætið kjúklingabitunum útí og blandið vel þar til þeir eru vel húðaðir af sterkjunni

Sláið eggin saman og veltið kjúklingnum uppúr því og síðan uppúr hveitinu líka. Setjið þá síðan út í heita olíuna.

Steikið bitana í olíu í 2-3 mínútur eða þar til þeir eru orðnir steiktir og stökkir.

Takið bitana uppúr og leggið til þerris á pappírsþurku.

Hellið síðan mestallri olíunni en skiljið eftir nóg til að steikja grænmetið.

2

1stkGræn paprika
1stkLaukur
1stkRauð paprika

Skerið grænmetið niður í hæfilega bita.

Steikið á pönnunni þar til það er orðið steikt.

Bætið á sósunni útí og hrærið vel saman í smástund til að hita hana upp.

Bætið síðan kjúklingnum útí og látið malla um stund, þar til sósan fer að þykna.

Sósan

3

1/4BolliPúðursykur
1/2BolliEplaedik
1/3BolliTómatsósa
4tskSoyasósa
2stkHvítlauksgeirar
1/2BolliSykur

Blandið öllu saman í skál og látið standa.

  • Það er líka leyfilegt að kaupa súrsæta sósu útí búið.