Beint að efninu

Súkkulaðikaka

Botn

1

100gSykur
4stkEggjarauður
1stkVanillustöng

Fræin skafin innan úr vanillustönginni og allt sett saman í hrærivél og þeytt rækilega saman og síðan sett í skál.

2

175gSmjör
175gSuðusúkkulaði

Smjörið brætt og súkkulaðinu bætt útí. Látið standa þar til súkkulaðið er bráðið samanvið. Leyfið að kólna. þvínæst bætt útí skálina og hrært rólega samanvið.

3

1/4tskMatarsódi
125gMöndlumjöl
50gHveiti

Möndlumjölinu hrært rólega samanvið ásamt hveitinu og matarsódanum.

4

25gSykur
4stkEggjahvítur

Marens: Eggjahvíturnar sem gengu af áðan. Þeyttar í hrærivél og sykrinum bætt útí.
Blanda saman deigi og marens. Tökum smá marens og hrærum samanvið deigið þar til blandan er orðin létt, þá er öllu blandað saman og blandað varlega saman.
Allri blöndunni helt í gott hringlaga form og bakað við 190 ◦ C í u.þ.b. 30 mínútur.

Fylling

1

2mskBláberjasulta

Dreift yfir botninn en ekki alveg út á brún.

Hér er hægt að nota hvaða þá sultu eða hlaup sem hugur girnist.

Hjúpur

1

225gSuðusúkkulaði
1 1/2dlRjómi

Rjóminn hitaður að suðu og hellt yfir súkkulaðið og látið bráðna saman. Þegar búið er að hræra þessu vel saman er sett 1 msk af köldu smjöri samanvið til að fá glans. Smurt yfir allann botninn
Ágætt að raða berjum ofan á kökuna, jarðarberjum, brómberjum, hindberjum og t.d. rifsber