Beint að efninu

Spænskur ofnréttur

Kjötsósa

1

1stkLaukur
600grNautahakk
3-5stkHvítlauksgeirar
100mlRauðvín
1dósSaxaðir tómatar
1tskSalt og pipar

Olía á pönnu

Laukur smátt skorinn, hvítlaukur líka.  Steikt á pönnu og hakki síðan bætt við, allt steikt saman.  

Rauðvíni bætt útí ásamt tómötum og látið malla á pönnu þar til vökvinn er að mestu gufaður upp

Sett til hliðar á meðan pastasósan er útbúin.

Pastasósa

1

40grSmjör
1stkPúrrulaukur
2mskHveiti
500mlMjólk
80grParmesan
1dassSalt og pipar
300grPasta

Bræðið smjör á pönnu og steikið púrrulaukinn

Bætið svo hveitinu útí og látið jafnast saman við 

Hellið mjólkinni samanvið og hrærið þar til hún þykknar.

Maukið með töfrasprota

Rífið ostinn og hrærið samanvið

Pastað skal soðið og síðan hrært útí sósuna

Samsetning

1

300grMozzarella ostur

Sett saman í eldfast mót.

Fyrst pasta í botninn, svo kjötsósa, svo pasta...

Að endingu er ostinum stráð yfir og forminu stungið í 180˚C ofn í 40 mínútur.

Er þetta eitthvað sérstaklega spænskur réttur?  Það eru víst áhöld um það en það skiptir engu máli hann er góður á bragðið.