Beint að efninu

Randakaka

1

500gSmjörlíki
500gSykur

Hrærið smjörlíki og sykri vandlega saman.

Hvort notaður er hvítur sykur eða púðursykur er smekksatriði. Má líka blanda þeim saman.

2

500gSýróp
4stkEgg

Hrærið eggjum og sýrópi vel samanvið deigið

3

3tskNatron
3tskLyftiduft
5tskKanill
5tskNegull
1KgHveiti

Bætið þurrefnum útí og setjið hnoðkrókinn í hrærivélina. Sumir setja smá súrmjólk út í deigið en það veldur því að kakan verður mýkri en ella.
Hnoðið deigið þar til það er sleppir bæði borði og hendi. Fletjið deigið út á heila bökunarplötu, þetta deig á að duga til að þekja þrjár plötur.
Bakið við 180˚C í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til deigið fær fallegan dökkbrúnan lit.

Krem

1

1stkEgg
100gSmjör

Þeytið saman eggi og smjöri

2

1BolliKaffi

Bætið kaffinu útí

3

1-2pkFlórsykur

Bætið flórsykri við þar til kremið er hæfilega þykkt.
Smyrjið rausnarlegum lögum af kremi á milli kökuflekanna.
Það eru rendurnar í randakökunni.