Pistasíukaka með hunangs og vanillu smjörkremi
Botnar | ||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 |
|
Setjið skeljarlausar hneturnar í matvinnsluvél og malið gróflega. Takið þá tvær matskeiðar út vélinni og setjið til hliðar. Malið afganginn af hnetunum þar til þær eru orðnar að fínmalaðar. Setjið í skál og setjið grófmöluðu hneturnar samanvið ásamt hveitinu, lyftidufti, bökunarsódanum og saltinu. Setjið til hliðar. | ||||||||||||||||||||
2 |
|
Kremið smjörið í þrjár mínútur í hrærivél. Bætið í sykri og vanilludropum og hrærið þar til mjúkt og létt. Sleikið niður í skálina og bætið egginu útí, hrærið þar til blandað. | ||||||||||||||||||||
3 |
|
Notið kalt vatn. Stillið hrærivélina á minnsta hraða. Setjið hveiti/pistasíu blönduna útí skálina til skiptis við vatnið í u.þ.b. þremur skrefum. Blandið létt saman. Sleikið deigið niður í skálina og látið hrærast á minnsta hraða í stutta stund. | ||||||||||||||||||||
4 |
|
Þeytið saman í meðalstórri skál þar til hvíturnar eru orðnar stífar. Hrærið varlega saman við deigið í hræivélarskálinni Skiptið deiginu jafnt niður á a.m.k. þrjú form, notið vigt: Það er betra. Bakað við 160 gráður þar til kakan loðir ekki við prjón eða tannstöngul, u.þ.b. 45 mínútur en það fer eftir hve deigið er þykkt. | ||||||||||||||||||||
Kremið | ||||||||||||||||||||||
5 |
|
Hrærið saman hveiti, sykri, mjólk og rjóma með sleif eða þeytara í potti á meðalheitri hellu. Hrærið stanslaust í pottinum svo ekkert brenni við botninn. Látið krauma, hrærið í á meðan þar til blandan þykknar, þetta tekur u.þ.b. 10 - 15 mínútur.
| ||||||||||||||||||||
6 |
|
Hellið heita mjólkurblandinu í hrærivélarskál og setjið hrærivélina á minnsta hraða, aukið svo hraðann þar til hann er kominn í botn og haldið áfram að hræra í 9 mínútur þar til blandan hefur kólnað. Hægið þá á hrærivélinni niður á minnsta hraða. Notið mjúkt smjör og bætið því útí í litlum bitum og hrærið því vel samanvið þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þvínæst vanilludropunum og hunanginu útí og hrærið blöndunni saman. Ef kremið er of mjúkt má setja það í kæli um stund.
Setjið kökuna saman í lögum, botnar og krem á milli og hyljið svo kökuna alla með kremi. Það er vel hægt að leika sér með að sprauta krullum og blúndum á kökuna ef maður kærir sig um. Sumir halda eftir smávegis af hnetumjöli og srá yfir eða skreyta með. |
- Gott að laga eina uppskrift af kremi og smyrja á milli og ofaná tertuna. Láta hana svo standa yfir nótt á köldum stað, laga síðan aðra uppskrift af kremi til að hylja tertuna almennilega.