Piparkökur
1 |
|
Bræðið smjörið á stórri pönnu yfir miðlungsháum hita. Hringsnúið pönnunni af og til og strjúkið botninn með sleikju. Hitið smjörið þar til mjólkurþurrefnin í smjörinu eru orðin brún og það ilmar eins og heslihnetur, það tekur um 3 mínútur. Bætið þá sykrinum og sírópinu út í og hrærið í þar til sykurinn er uppleystur og myndast hefur nokkurs konar karamella. Hrærið mjólkinni saman við. | ||||||||||||||||||||||||||||||||
2 |
|
Takið pönnuna af hellunni og blandið öllum kryddunum saman við. Rífið engiferrótina og appelsínubörkinn og bætið útí. Látið kólna og ná herbergishita. | ||||||||||||||||||||||||||||||||
3 |
|
Sigtið hveiti, kakó og matarsóda í skál, hellið kryddaðir karamellunni út í og hnoðið vel saman í skálinni.
Skiptið deiginu í fjóra parta og fletjið hvern hluta í 3 mm köku á milli tveggja bökunarpappírsarka.
Staflið kökunum, enn í bökunarpappírsörkunum, á bökunarplötu og setjið inn í ísskáp. Geymið deigið í kæli í að minnsta kosti tvo daga og í allt að tvær vikur. Einnig er hægt að geyma útflatt deigið í frysti.
Forhitið ofn í 150°C, með undir- og yfirhita. Takið eina deigköku úr kæli og stingið út kökur eða önnur form. Færið kökurnar yfir á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í um 10 mínútur.
Færið kökurnar á kæligrind og látið kólna alveg. |