Beint að efninu

Pakistanskur grænmetis pottréttur

1

1stkLaukur
1tskEngiferrót
2stkHvítlauksgeirar

Skerið laukinn í þunnar sneiðar, saxið engiferið og pressið hvítlaukinn. 

Hitið olíu á pönnu og steikið í u.þ.b. 5 mínútur.

 

2

1tskChilipipar
1tskSalt
1tskKúmín
1tskKóríander
1tskKardemommur
1mskKarrí

Mælið kryddið út og setjið útí pottinn og látið malla í 2-3 mínútur.

3

3dlKókosmjólk

Setjið 1 dós af kókosmjólk útí og látið krauma í pottinum og hrærið í öðru hvoru.

4

2stkKartöflur
1/2stkBlómkálshöfuð
3stkGulrætur
250gFrosnar grænar baunir
1/2BúntKóríander

Skerið allt grænmeti niður í hæfilega bita.

Bætið öllu útí pottinn, setjið lokið á og látið krauma þar til grænmetið er orðið hæfilega meyrt.

Stráið fersku kóríander yfir.

  • Borið fram með hrísgrjónum, fersku salati og kaldri sósu, t.d. eplaraitu