Beint að efninu

Nýrnabauna karrý

1

1mskISIO 4 olía
1/2tskCumin fræ
2stkLárviðarlauf

Hitið olíuna á pönnu við meðalhita. Bætið Cumín fræjunum og Lárviðarlaufunum útí og hitið þar til fræin ilma, í u.þ.b. 1 mínútu.

2

1-2stkGrænn chili
2stkLaukur

Saxið lauk og chili og bætið útí, steikið þar til glær, í 7 - 8 mínútur.

3

3cmEngiferrót
6stkHvítlauksrif
1/2tskCarom fræ

Rífið engiferið og pressið hvítlaukinn. Bætið útí ásamt Carom fræjunum og blandið vel.

Látið malla áfram um stund.

4

1/2tskTurmerik
1/2tskCayenne pipar
1tskAsafetida
2tskGaram masala
1/2tskFenugreek lauf
1tskMangó duft
1tskKóríander

Mælið út og blandið útí. Steikið i smástund.
Fenugreek, asafetida og mango duft fást í austurlenskum matvöruverslunum.

5

4stkTómatar

Eða hakkaðir tómatar út dós. Bætið niðurskornum tómötunum útí og hitið þar til þeir verða að sósu. Kremjið restina af tomötunum samanvið blönduna og hitið í u.þ.b. 10 mínútur.

6

1 1/2tskSalt
2 1/2BolliVatn
500gNýrnabaunir

Baunum salti og vatni bætt útí og soðið í 30 mínútur. Baunirnar ættu að mýkjast við hitunina svo hægt sé að kremja þær auðveldlega. Kremjið sumar baunirnar. Smakkið og stillið af salt og krydd eftir smekk. Bætið við sítrónusafa eftir smekk.
Skreytið með steinselju (það er ekki valfrjálst!)