Beint að efninu

Moggasörur

Botn

6dlFlórsykur
400gHeslihnetur
5stkEggjahvítur

Stífþeytið eggjahvíturnar. Blandið saman flórsykri og fínmöluðum hnetum og hrærið varlega samanvið hvíturnar.
Bakað í u.þ.b. 15 mínútur við 180 ◦ C

Krem

5tskNeskaffi
3dlSykur
10stkEggjarauður
600gSmjör
1dlVatn
4mskKakó

Leysið neskaffið upp í vatninu og hrærið sykrinum samanvið. Sjóðið saman í u.þ.b. 10 mínútur.
Leyfið blöndunni að kólna.

Þeytið eggjarauðunum vel samanvið og bætið kaffisýrópinu síðan útí og hrærið.
Smjörinu bætt útí og hrært enn. Kakóið er sett útí síðast.
Smyrjið rausnarlegu lagi af kremi á botnana og frystið yfir nótt.

Hjúpur

1-2stkSuðusúkkulaði

Bræðið Siríus suðusúkkulaði og dýfið frosnum kökunum ofan í það þannig að súkkulaðið hylji kremið.

Geymið Sörurnar í frysti.

  • Þessi uppskrift er að hætti Grétu Siggu, sem þýðir að kremuppskrftin er tvöföld.  Það á að vera mikið krem.