Beint að efninu

Majónes Kartöflusalat

1

750gKartöflur

Kartöflur soðnar eins og venja er.

Kældar undir kaldri vatnsbunu og skrældar.  Síðan skornar í sneiðar og settar í skál.

2

300gMajónes
1/2dsSýrður rjómi 10%
1mskSítrónusafi
1stkLaukur
1tskSinnep
1/2dlSteinselja
1dassGraslaukur
1dassSalt og pipar

Laukur og steinselja söxuð smátt. Má nota hvaða lauk manni líkar best.

Öllu blandað saman í skál.

Best er að láta blönduna standa í kæli í nokkra klukkutíma og setja kartöflurnar útí rétt fyrir notkun.