Beint að efninu

Lágkolvetna pizzabotn

1

5stkEgg
200gMozzarella ostur
60gMöndlumjöl

Hrærið saman í stórri skál.

Hér er best að nota sleif en ekki hrærivél.

2

1dassHvítlauksduft
1dassÍtalskt pizzakrydd

Dreifið deiginu jafnt á bökunarpappírsklædda bökunarplötu með sleif.  

Kryddið að lokum yfir botninn.

Eftir að platan hefur verið í ofninum í smástund, 3-5 mínútur, eru stungin göt í botninn með gaffli.  Mikilvægt er að fylgjast með bakstrinum og taka botninn út þegar hann er orðinn fallega gylltur.

Takið botninn út og leyfið honum að kólna í smástund áður en áleggið er sett á.

Eftir að áleggið er sett á er pizzan sett í ofninn við 200˚C og bökuð þar til osturinn er bráðinn.