Beint að efninu

Kossar

1

250gSmjör
250gSykur
1stkEgg
2mskSýróp

Smjöri, sykri og eggi hrært vel saman þvínæst er sýrópinu bætt útí.

2

1tskHjartarsalt
1tskKanill
1mskKakó
500gHveiti
3tskLyftiduft

Öllum þurrefnum er sáldrað samanvið. Deigið skal hnoðað og mótað í kubb og kælt. Kalt deig heldur formi betur þegar það er sett í hakkavél og kossarnir búnir til.

Bakað við 220°C í u.þ.b. 10 mínútur.

Þegar kökurnar eru orðnar kaldar er smörkremi smurt á einn helming og annar lagður yfir, það er góður koss.