Beint að efninu

Klassískur brauðréttur með skinku og aspas

1

1stkSkinkumyrja
1/2dlRjómi
2tskDijon Sinnep
1stkGrænmetiskraftur

Hellið vökvanum úr aspasdósinni í pott ásamt smurostinum, rjómanum, sinnepi og grænmetiskrafti.

Gott að nota skinkumyrju en ef hún fæst ekki má nota skinkusmurost

Látið hitna og bráðna saman við vægan hita

2

1stkSamlokubrauð
1dósAspas
250gSkinka
250gRifinn ostur

Samlokubrauðið rifið eða skorið í teninga og sett í eldfast mót.

Dreifið skinkunni og aspasnum yfir og saman við brauðið í eldfasta mótinu.

Hellið ostasósunni yfir allt

Dreifið rifnum osti yfir eftir smekk og bakið í u.þ.b. 20 mínútur við 180C eða þar til osturinn er gullbrúnn og rétturinn heitur í gegn.