Beint að efninu

Kjúklingabaunakarrí með spínati og kókos

1

2tskOlía
1stkLaukur
5-6stkHvítlauksrif
1dósSaxaðir tómatar

Hitið olíuna á pönnu

Steikið fínskorinn laukinn í olíunni þar til laukurinn er gullinn

bætið rifnum hvítlauksrifjum útí og steikið áfram í 2-3 mínútur

Hellið svo tómötunum samanvið og látið malla um stund.

2

1tskChili duft
1tskGaram masala
2tskKóríander duft
1tskSalt
300grKjúklingabaunir
1dósKókosmjólk

Setjið kryddin útí og hrærið vel

Setjið svo kjúklingabaunirnar útí og hrærið.

Það er hægt að nota niðursoðnar eða heimasoðnar kjúklingabaunir eftir smekk

Setjið kókosmjólkina líka útí, hrærið vel og látið malla í 15-20 mínútur

Bætið vatni í ef þess þarf

3

300grSpínat

Setjið spínatið útí í lokin og látið malla í pottinum í 5 mínútur.

Bætið í vatni ef þess þarf.

Gott að hafa hrísgrjón eða brauð (eða bæði) sem meðlæti