Beint að efninu

Kjúklinga stroganoff

1

600gKjúklingabringur

Skerið kjúklingabringurnar niður hæfilega bita eftir smekk. kryddið bitana með salti og pipar og steikið á pönnu með dálítilli olíu.

Takið svo kjúklinginn af pönnunni og setjið til hliðar.

2

2-3stkHvítlauksrif
300gSveppir
1stkLaukur

Steikið laukinn, hvítlaukinn og sveppina á pönnu með olíu að eigin vali.
Hellið smávegis af nautasoðinu saman við og látið malla saman í smástund.

3

1mskHveiti

Bætið hveitinu útí og látið malla í smástund í viðbót.

4

1mskDijon Sinnep
150gSkyr
1tskWorchestershire sósa
500mlNautasoð

Setjið sinnepið ostinn og sósuna útí nautasoðið og hrærið það saman, jafnvel með þeytara. Hellið svo öllu útí og látið suðuna koma upp.
Ath. í uppskriftinni er talað um “Quark cheese” en í staðinn má nota skyr, gríska jógúrt eða jafnvel kotasælu eða sýrðan rjóma.

5

2mskSteinselja

Stráið steinseljunni yfir

Salt og pipar eftir smekk.

  • Með þessu má bera fram soðin hrísgrjón, pasta eða kartöflumús.