Beint að efninu

Kjúklinga lasagna

1

500g

Steikið kjúklinginn í olíu á meðalheitri pönnu í u.þ.b. 6 mínútur.
Best er að hafa kjúklinginn í frekar smáum bitum.

Hægt að nota bringur eða læri eða hvaða hluta kjúklinsins sem er.

2

1dsTómat púrra
1/2tskSteinselja
1tskSalt
1dsHakkaðir tómatar

Setjið saman í pott, látið suðuna koma upp og setjið svo kjúklinginn samanvið og látið krauma saman í 10-15 mínútur.

3

1stkEgg
1dsKotasæla
1 1/2mskSteinselja
1tskSalt og pipar

Sláið eggið saman í skál og blandið hinu vandlega samanvið.
Best er að leyfa kotasælunni að ná herbergishita áður en hafist er handa.
Salt og pipar eftir smekk.

4

2dlParmesan
180gMozzarella ostur

Setjið allt í eldfast mót: Fyrst kjúklinginn, þá kotasælublönduna, stráið parmesan osti yfir, setjið síðan lasagna plötur. Byrjið svo aftur: kjúklingur, kotasælublanda,  parmesanostur og þá lasagnaplötur.
Eða hvernig sem hverjum líkar, svo lengi sem það eru lög í forminu.

Endað með að strá osti yfir.
Það er mjög gott að geyma réttinn í ísskáp yfir nótt áður en hann fer í ofninn, en það er ekki nauðsynlegt.
Setjið í 190 ◦ C heitan ofn í u.þ.b. 30 mínútur. Látið standa í 10 mínútur áður en rétturinn er borinn fram.

  • Gott að bera fram með hvítlauksbrauði