Kjúklinga Gyros
1 |
|
Það er mjög gott að nota úrbeinuð kjúklingalæri í þennan rétt Hvítlaukur er hakkaður og sítrónan kreist, síðan er öllu blandað saman í skál og blandað vel og vandlega saman. Má alveg bíða í skálinni um stund. Þegar öllu því er lokið er kjúklingalærunum raðað upp á hlið í venjulegt brauðform/kökuform Bakað í 45-60 mínútur við 200˚C, þar til efra borðið hefur tekið góðan lit. Forminu er svo hvolft á skurðarbretti og kjúklingurinn skorinn í hæfilega stórar flísar. |
Síðan eru búnar til vefjur með t.d. niðurskornum hráum eða steiktum lauk eftir smekk, hrísgrjónum eða öðru sam mann langar í. Það tekur enga stund að baka flatbrauð til að nota en það er líka þægilegt að nota t.d. Tortilla kökur.