Beint að efninu

Kjötkássa

1

1KgNautakjöt

Sirloin steik þverskorin eða nautagúlas eða hvert það nautakjöt sem vill, skorið niður í þægilega bita.

2

1/4mskEngifer
4stkHvítlauksrif
1 1/4BolliSoyasósa

Engifer og hvítlaukur eru rifin smátt og sett samanvið kjötið ásamt soyasósunni.

3

1stkLaukur

Laukur skorin í fernt.
Allt þetta er sett í hægsuðupott og soðið við lágan hita í 3 klukkustundir.

4

2stkRauðar paprikur
2stkGulrætur
500gRósakál

Þegar kássan er búin að sjóða í þrjár klukkustundir er laukurinn veiddur uppúr og Grænmetið sett útí í staðinn og soðið áfram í eina klukkustund.
 

  • Borið fram með hrísgrjónum og salati.