Beint að efninu

Gyðingakökur

1

250gSmjör
150gSykur
1stkEggjarauða

Smjöri og sykri hrært vel saman og eggjarauðunni síðan bætt útí og hrært áfram þar til blandan er orðin létt og ljós.

2

1/2tskBökunarsódi
300gHveiti

Öllum þurrefnum er sáldrað samanvið.
Deigið skal hnoðað og rúllað upp í hæfilega sverar lengjur sem ágætt er að geyma í kæli yfir nótt því þá er þægilegt að skera
það í sneiðar.

Sneiðarnar eru síðan penslaðar með þeyttu eggi og dýft í blöndu af perlusykri og möndlum
Bakað við 220˚C í u.þ.b. 6 mínútur.

Kökurnar eiga að vera ljósar