Beint að efninu

Gulrótarkaka með rjómaosti

1

4stkEgg
4dlSykur

Þeytið saman egg og sykur þar til blandan er létt og ljós.

2

225gSmjör
6dlGulrætur

Gulrætur rifnar og smjörið brætt.

Blandað útí blönduna og hrært samanvið.

3

2tskLyftiduft
2tskMatarsódi
2tskVanillusykur
1dassKanill
4dlHveiti

Ath. ekki setja kanilinn útí.

Safnið þurrefnunum saman í skál og bætið útí eggjahræruna.

Hellið deiginu í passlega ofnskúffu og stráið kanil yfir.

Bakið í u.þ.b. 40 mínútur við 175˚C og leyfið að kólna.

Krem

1

150gRjómaostur
60gSmjör
2 1/2dlFlórsykur
1dassKókosmjöl

Hrærið saman smjöri og rjómaosti og bætið flórsykrinum útí.

Smyrjið þessu yfir kökuna þegar hún er orðin köld.

Stráið kókosmjöli yfir.

Skerið kökuna í litla bita og berið fram.