Beint að efninu

Fríkadellur

1

500gSvínahakk
1stkEgg

Hrært saman í hrærivél

2

1stkHvítlauksrif
1stkLaukur

Hakkað saman og bætt útí hrærivélaskálina.  Hrærist vandlega saman.

3

2mskHaframjöl
2tskSalt
2tskPipar
1dlMjólk
2mskHveiti

Hrærið rólega áfram.  Þurrefni sett útí ásamt kryddi, t.d Timían eða meiri hvítlauk, eftir smekk.

Notið mjólkina til að stilla rakann í deiginu, þannig að það haldi vel lögun á pönnu.

Deigið lagað í bollur í lófanum með skeið, u.þ.b. 3−4cm í þvermál.

Bollurnar eru steiktar á pönnu í smjöri eða olíu u.þ.b. 5−10 mínútur á hvorru hlið.

4

500mlGrænmetissoð

Þegar bollurnar eru orðnar fallega brúnaðar er grænmetissoðinu hellt á pönnuna, lokið sett yfir og látið krauma í 15 - 20 mínútur við lágan hita.

Þykkið síðan sósuna eilítið og litið hana fallega brúna.
 

Borið fram með kartöflum eða hrísgrjónum eftir smekk en rauðkál og brún sósa er skylda.