Beint að efninu

Eplakaka með rjómaosti

1

2dlSykur
120mlSólblómaolía
200gRjómaostur
1tskVanilludropar

Mælt út og sett í skál.

Hrært vel saman í hrærivél

2

2stkEgg

Mega gjarnan vera stór egg.

Bætt útí einu og einu í senn og hrært vel.

3

1.5tskLyftiduft
2dlHveiti

Því næst er hveiti og lyftidufti bætt útí og hrært við lágan hraða þar til deigið er hefur blandast vel saman.

Deiginu er svo helt í smurt smelluform.

4

3stkGræn epli
2-3mskKanelsykur

Epli eru afhýdd, kjarnahreinsuð og skorin í báta.

Eplabátunum er velt vel upp úr kanelsykri og því næst stungið hér og þar ofan í deigið. Að síðustu er dálítið af kanelsykrinu stráð yfir kökuna. 

 

Ofn hitaður í 175˚C, undir- og yfirhita.

Kakan er bökuð í u.þ.b. 50-60 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn í miðjunni og farin að losna frá forminu.

Ef kakan fer að verða dökk í ofninum áður en hún er bökuð í gegn er gott að setja álpappír yfir hana.

Best borin fram heit með þeyttum rjóma eða ís.