Beint að efninu

Engiferkökur

1

125gSmjörlíki
250gPúðursykur
1stkEgg

Smjöri og púðursykri hrært vel saman. Egginu bætt útí og hrært þar til orðið slétt og mjúkt.

2

1tskEngifer
1/2tskBökunarsódi
1/2tskKanill
4tskLyftiduft
1/2tskNegull
250gHveiti

Þurrefnum bætt útí og hrært vel saman.
Deiginu er rúllað upp í hæfilega kúlur og raðað á plötur. Við bakstur renna kökurnar út svo gott bil þarf að vera á milli þeirra.
Bakað við 200˚C í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar fallega brúnar og sprungnar.