Beint að efninu

Drepstokkur

1

2.4KgLambahakk
500gPancetta
500gSvínaspekk

Kjötið má vera hakk eða í gúllasbitum, eftir smekk.

Sett saman í stóra skál eða bala og blandað vel saman.

2

2mskPaprikuduft
1mskJalapeno - Reykt
1 1/2mskTimjan
1mskChubritsa - malað
1mskChubritsa - blöð
2mskHvítlauksduft
2tskRósmarín
1tskAllrahanda
1mskKúmen
2mskPipar
1mskCayenne pipar
3mskSalt

Rósmarín skal malað.

Kryddið mælt út og hrært vandlega saman við kjötið og síðan er blandan hökkuð.

3

200mlVatn

Þegar búið er að hakka blönduna er vatnið sett útí og hrært samanvið og síðan troðið í langa eða garnir.

  • Kúmenið var tínt nærri gömlu bæjarstæði við Ölvusárósa þar sem heitir Drepstokkur og þaðan er nafnið dregið
  • Chubritsa er Búlgarskt krydd sem minnir á Oregano en er fíngerðara og bragðmildara
  • Sumir láta kryddað kjötið standa í kæli í sólarhring áður en það er hakkað.
  • Athugið að það borgar sig að fylla langana ekki um of því þá er hætt við að þeir springi þegar pylsurnar eru eldaðar