Beint að efninu

Brúnaðar kartöflur

1

1dlSykur
1/2dlVatn
30gSmjör

Sykurinn er leystur upp í volgu vatninu.

Hitið pönnuna að meðalhita, stálpönnu eða pottjárnspönnu.

Þegar pannan er orðin heit: hellið sykurlausninni útá og látið sjóða.  Vatnið gufar upp, sykurinn dökknar.  Þegar liturinn á sykrinum er orðinn hæfilegur er smjörinu bætt útí.

Þegar smjörinu er bætt úrí byrjar það að bráðna og freyða, þegar það er bráðið og hætt að freyða er blandan tilbúin fyrir kartöflurnar.  Hellið kartöflunum útá og veltið þeim um.

Fullsjóðið kartöflurnar og skrælið.  Leyfið þeim síðan að kólna aðeins áður en þær eru settar útá pönnuna. Ef kartöflurnar eru heitar þegar þær eru settar á pönnuna er hætta á að það losni sterkja úr þeim og við það myndast kekkir í sykurblöndunni.