Brownies með karamellufyllingu
1 |
|
Hitið ofninn í 180°C. Ristið valhneturnar á bökunarplötu í 6-7 mínútur. Takið hneturnar úr ofninum, grófsaxið og geymið. | ||||||||||||||||||||
2 |
|
Bræðið smjörið í potti, takið pottinn af hitanum og hrærið súkkulaðið saman við þar til það er alveg bráðið. | ||||||||||||||||||||
3 |
|
Þeytið saman sykur, egg og vanilludropa þar til blandan verður létt og ljós. Hellið síðan súkkulaðismjörinu útí og hrærið varlega saman. Bætið að lokum hveiti og salti við og hrærið vel saman. Klæðið form með álpappír og smyrjið vel, hellið svo helmingnum af deiginu í mótið og jafnið vel úr því. HInn helmingurinn er bakaður síðar. Bakið kökuna í 12 mínútur og leyfið henni svo að kólna í 20 mínútur. | ||||||||||||||||||||
4 |
|
Setjið karamellukurlið í pott ásamt rjómanum og bræðið saman við lágan hita. Hellið bráðinni blöndunni yfir kökuna og jafnið út með sleikju. Sáldrið helmingnum af ristuðu valhnetunum og súkkulaðidropunum yfir og hellið afganginn af deiginu yfir. Dreifið loks afganginum af súkkulaðidropunum og hnetunum yfir. |