Beint að efninu

Brauðréttur með skinku, sveppum og piparosti

1

500mlMatreiðslurjómi
1stkPiparostur
100gRjómaostur
1tskSalt

Hitið rjómann í potti ásamt rjómaostinum og setjið smátt skorinn piparostinn útí og hitið áfram þar til osturinn er bráðinn.

Slökkvið svo undir og setjið rjómaostinn samanvið ásamt saltinu. 

Setjið til hliðar á meðan brauðið er skorið.

2

1PakkiSveppir
1stkSkinkubréf
1/2stkSamlokubrauð

Skerið brauðið niður í teninga og setjið í eldfast form

Skerið skinkuna í litla bita og ferska sveppi í sneiðar.

Blandið öllu saman í forminu.

Hellið rjómablandinu yfir og stráið rifnum osti yfir.

Bakið í ofni við 180˚C í u.þ.b. 30 mínútur.