Beint að efninu

Bounty terta

Botn

1

400gSykur
9stkEggjahvítur
400gKókosmjöl

Eggjahvítur þeyttar, bætið sykri útí þegar hvíturnar eru aðeins byrjaðar að þykkna.

Þegar hvíturnar og sykurinn eru rækilega þeytt saman er kókosmjölinu hrært rólega samanvið.
Þetta er efni í tvo botna.
Bakið botnana við 170 ◦ C í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til þeir hafa tekið smá lit, ekki of mikinn samt.

Krem

1

9stkEggjarauður
100gFlórsykur
300gSuðusúkkulaði
100gSmjör

Eggjarauðum og flórsykri þeytt saman þar til létt og ljóst.

Smjörið brætt og súkkulaðinu bætt útí. Látið standa þar til súkkulaðið er bráðið samanvið.
Hrærið rólega samanvið rauðurnar og flórsykurinn, og leyfið að kólna.
Setjið annan botninn á fat og smyrjið u.þ.b. þriðjung af kreminu á hann. Setjið þvínæst efri botnin ofaná og hellið afgangnum af kreminu yfir. Það má alveg leka niður en þarf ekki að hylja alla kökuna.
Best er ef kakan fær að taka sig í nokkra klukkutíma
í kæli.