Beint að efninu

Baka garðyrkjumannsins

1

30gSmjör
2stkGulrætur
2stkNípur

Afhýðið gulrætur og nípur og skerið í litla teninga.
Brúnið upp úr smjörinu á meðalheitri pönnu.

2

150gSveppir
2stkRauðlaukur
1stkPaprika

Skerið smátt og hrærið samanvið.
Mýkið allt saman í smjörinu.

3

100gFrosnar grænar baunir
2dsLinsubaunir

Hrærið samanvið.

Hellið vatninu af linsubaununum og skolið þær vel áður ein þær eru settar samanvið

4

1tskWorchestershire sósa
500mlGrænmetissoð
2stkLárviðarlauf
2mskTómat púrra

Bætið öllu samanvið og látið krauma í um 15 mínútur.
Bragðbætið með salti og svörtum pipar.

5

40gSmjör
40gRjómaostur
2stkGrillkartöflur

Veljið stórar grillkartöflur, skrælið þær og skerið í litla bita. Sjóðið þar til þær eru orðnar mjúkar og hellið þá vatninu af þeim. Stappið saman kartöflur, smjör og rjómaost og kryddið með salti og pipar.
Hitið ofn í 200˚C
Setjið grænmetisblönduna í eldfast mót og jafnið kartöflustöppuna ofaná. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til rétturinn byrjar að brúnast.