Beint að efninu

Aloo Gobi

1

1stkBlómkálshöfuð
4mskÓlífuolía
1dassSalt og pipar

Hitið ofn í 220 ◦ C.
Setjið niðurskorið blómkálið í smurt ofnmót, dreifið smá olíu yfir ásamt salti og pipar.
Bakið í u.þ.b. 20 mínútur, hristið dálítið þegar tíminn er hálfnaður.

2

500gKartöflur

Best er að nota smælki.

Á meðan blómkálið er í ofninum eru kartöflurnar soðnar. Þegar þær eru soðnar í gegn er vatninu hellt af og þær settar til hliðar.

3

1/2tskSvört piparkorn
5stkHeilar kardemommur
1mskSinnepsfræ
1/2tskTurmerik
2tskCumin
2tskKóríander duft
1tskKanill

Hitið olíu í potti.
Mælið út öll þurru kryddin og merjið saman. Setjið út á pönnuna
og hitið um stund, þar til þið finnið ilminn af kryddinu.

4

3cmEngiferrót
100gKirsuberjatómatar
2mskTómat púrra
1mskEplaedik
2stkGrænn chili
200mlVatn
1/2stkSítrónusafi
5stkHvítlauksgeirar

Rífið hvítlaukinn og engiferið smátt og skerið tómatana í bita.
Bætið öllu þessu útí og látið sjóða í u.þ.b. 3 mínútur.
Bætið blómkálinu og kartöflunum útí og kryddið með salti og pipar.
Hrærið saman þar til allt er húðað með kryddsósunni.
Sjóðið í 5 mínútur, þá er það tilbúið.
Má skreyta með fersku kóríander.